Hoppa yfir valmynd
5. desember 2023 Innviðaráðuneytið

Orðsending frá ESB um myndun sameiginlegs gagnagrunns um samgöngur og hreyfanleika

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt orðsendingu um myndun sameiginlegs gagnagrunns þar sem safnað verður saman gögnum um samgöngur og hreyfanleika.

Í orðsendingu sinni bendir framkvæmdastjórnin á að þó mikið af gögnum um samgöngur og hreyfanleika séu til er þeim oft safnað á mismunandi forsendum, þau eru lítt sambærileg og erfitt getur reynst að nálgast þau. Því miðar hinn sameiginlegi gagnagrunnur að því að auðvelda aðgang að gögnunum með því að hafa þau aðgengileg á einum stað og auðvelda þannig miðlun og sameiginlega notkun gagnanna.

Gagnagrunnurinn er hugsaður sem stuðningur við þau sem starfa á sviði samgangna og hreyfanleika, ásamt því að auðvelda aðgengi opinberra aðila að umræddum gögnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum