Hoppa yfir valmynd

19 Fjölmiðlun

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra. Einn málaflokkur heyrir undir málefnasviðið sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023 og 2024

Heildargjöld málefnasviðs 19 Fjölmiðlun árið 2024 eru áætluð 6.950,4 m.kr. og aukast um 661,6 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 10,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 668,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 10,6 %.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

19.10 Fjölmiðlun

Málaflokkurinn nær yfir starfsemi Fjölmiðlanefndar, Ríkisútvarpsins ohf. og starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka sjálfstætt unnið efni í fjölmiðlum

Aukin áhersla á leikið íslenskt efni til að auka framboð og gæði á leiknu íslensku sjónvarpsefni skv. þjónustusamningi.

RÚV

Innan ramma

Sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildamyndagerð styrkt með kaupum á efni frá sjálfstæðum framleiðendum og meðframleiðsla að slíku efni, skv. þjónustusamningi.

RÚV

Innan ramma

Markmið 2: Greiða aðgengi almennings að fjölbreyttum, ábyrgum og sjálfstæðum fjölmiðlum

Styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla, sbr. innleiddir nýir hvatar til aukinnar áskriftar á fjölmiðla, til að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði í samræmi við stjórnarsáttmála og nýja fjölmiðlastefnu.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

360 m.kr.

Innleiðing fjölmiðlastefnu, sbr. þingsályktunartillögu um fjölmiðlastefnu (stefnumótun og aðgerðaáætlun).

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Efla miðlalæsi fyrir lýðræðislega umræðu og þátttöku

Áframhald samanburðarrannsókna á miðlalæsiskönnunum þannig að mælanlegur árangur sjáist og hægt sé að bregðast við.

Fjölmiðlanefnd

Innan ramma

     
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 6.950,4 m.kr. og hækkar um 661,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 7 m.kr.

Ekki er um neinar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 415 m.kr. til samræmis við tekjuáætlun af útvarpsgjaldi.
  2. Í samræmi við stjórnarsáttmála er fjárheimild málaflokksins varanlega aukin um 360 m.kr. í formi aukins framlags til stuðnings einkareknum fjölmiðlum á Íslandi til að tryggja fjölbreytni á þeim markaði.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 100 m.kr. vegna tímabundins framlags til stuðnings einkareknum fjölmiðlum sem er að falla niður.
  4. Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 53,4 m.kr. og er skipt hlutfallslega á Fjölmiðlanefnd og stuðning til einkarekinna fjölmiðla.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum