Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.06 Aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir

Janúar 2024  Starfshópur heilbrigðisráðherra til jöfnunar á aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu lauk störfum í maí 2023 með skýrslu og tillögum til ráðherra. Tillögurnar snúa einkum að því hvernig nýta megi heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að beita tímabundnum ívilnunum við endurgreiðslu námslána, til að styrkja mönnun sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum. Næsta skref er að fram fari skilgreiningarvinna Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem ætlað er að auðvelda afgreiðslu formlegra erinda sveitarfélaga skv. 1. tölu. 2. mgr. 28. gr. laga um Menntasjóð.

7. júlí 2023  Starfshópur um bætta mönnun og jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu skilar tillögum.

Tillögur um sértækar aðgerðir til að styrkja mönnun heilbrigðisþjónustu og jafna aðgengi

5. janúar 2023  Starfshópur um bætta mönnun og jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu 

Tengiliðir    

Dagmar Huld Matthíasdóttir, heilbrigðisráðuneytinu - [email protected]
Reinhard Reynisson, Byggðastofnun - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að aðgangur að ýmiss konar sérfræðiþjónustu óháð búsetu verði jafnaður.

Stutt lýsing: Skoðað verði hvort fjölga megi sérfræðingum á heilbrigðissviði á landsbyggðinni með því að nýta ákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna þar sem kveðið er á um sérstaka ívilnun vegna námsgreina sem og sérstaka ívilnun vegna námsgreina á sérstökum svæðum. Lögð verði áhersla á mikilvægi þess að tryggja ýmiss konar sérfræðiþjónustu, til að mynda þjónustu geðhjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, talmeinafræðinga og sérfræðilækna, á landsbyggðinni.

  • Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög.
  • Tímabil: 2022–2023.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Heilbrigðisstefna og menntastefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 3.
  • Tillaga að fjármögnun: 2 millj. kr. úr byggðaáætlun.  

Líf og heilsa
Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum