Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.01. Háhraðatengingar

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af verkefninu

Janúar 2024 -  Síðustu sveitarfélögin eru við það að ljúka uppbyggingu ljósleiðarakerfa á grundvelli Ísland ljóstengt. Könnun á áformum fjarskiptafyrirtækja um uppbyggingu á ljósleiðara í öllum þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum hefst snemma árs 2024. Slíkri könnun er ætlað að draga fram hvar fjarskiptafyrirtækin hyggjast leggja ljósleiðara á markaðslegum forsendum í fyrirsjáanlegri framtíð og hvar ekki. Til að stuðla m.a. að betri þátttöku voru leigðir út tveir ljósleiðarar (í NATO-streng) árið 2022. Jafnframt var talið nauðsynlegt að ljúka ráðstöfun á tíðnum til reksturs á farnetum um allt land og gekk það eftir vorið 2023. 

Tengiliður   

Ottó V. Winther, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu - [email protected] 

Verkefnið

Markmið: Að öll lögheimili og vinnustaðir eigi kost á háhraðanettengingu um ljósleiðara.
Stutt lýsing: Staða háhraðanettenginga á landsvísu verði greind og sú greining lögð til grundvallar samkeppnishvetjandi aðgerðum og aðkomu opinberra aðila að verkefninu, reynist þess þörf. Forgangsmál verði að koma um 50 minni byggðakjörnum sem hafa takmarkað aðgengi að nútímaháhraðanettengingum í tengingu við ljósleiðara. Gripið verði til annarra ásættanlegra lausna í þeim tilfellum þar sem ekki er talið ákjósanlegt að tengja með ljósleiðara.

  • Ábyrgð: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Fjarskiptafyrirtæki og sveitarfélög. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Fjarskiptastofa, Fjarskiptasjóður og innviðaráðuneytið
  • Tímabil: 2022–2025. 
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Fjarskiptaáætlun, nýsköpunarstefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9, einkum undir¬markmið 9.1 og 9.4
  • Tillaga að fjármögnun: 172 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Stafrænt Ísland
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum