Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.05 Fjarheilbrigðisþjónusta

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni 

Janúar 2024  HRN hefur nýtt framlag byggðaáætlunar til að styrkja valin verkefni. Árið 2023 var lögð áhersla á verkefni sem stuðla að jafnara aðgengi almennings um land allt að bæði almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og á verkefni sem styðja við framkvæmd tillagna viðbragðsteymis um bráðaþjónustu á landsvísu.

19.9.2023  55 milljónum varið til 18 verkefna á sviði gæða- og nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu, sjá frétt á vef IRN: Fjarheilbrigðisþjónusta er byggðamál

Tengiliður

Helga Harðardóttir, heilbrigðisráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði aukið og bætt með nýsköpun og nýt¬ingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu.

Stutt lýsing: Með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustunnar auðvelduð. Árangur aðgerðarinnar verði m.a. mæld¬ur í fjölda þeirra sem nýta sér sérfræðiþjónustu í gegnum netið.

  • Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti.
  • Framkvæmdaraðili: Embætti landlæknis og veitendur heilbrigðisþjónustu.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, heilbrigðisstofnanir, heilsugæslustöðvar, sveitarfélög, aðrir veitendur heilbrigðisþjónustu og fyrirtæki í staf¬rænni þróun tæknilausna á sviði heilbrigðismála.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Heilbrigðisstefna, nýsköpunarstefna, fjarskiptastefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 3.
  • Tillaga að fjármögnun: 100 millj. kr. úr byggðaáætlun.

Stafrænt Ísland
Líf og heilsa
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum